Við eigum gott úrval af góðum hrossum til sölu.
Fönn er mjög efnileg fjórgangshryssa og er líka mjög vel ættuð.
Mikill fótaburður og hvergi veikur hlekkur í gangtegundum.
Fönn er faxprúð og falleg og mun klárlega eiga erindi á kynbótabrautina en
fyrst og fremst verður hún frábært keppnishross í fjórgang.
Í ættboga hennar standa hestar eins og Álfur frá Selfossi, Orri frá Þúfu,Oddur frá Selfossi ,Kjarval frá Sauðárkróki og mörg önnur góð kynbótahross og stóð t.d. móðuramma hennar "Þruma frá Þóreyjarnúpi" í 2 sæti á landsmóti í sínum flokki.
Píla er 1.verðlauna hryssa með 8,13 í aðaleinkunn kynbótadóms. Þar af 9,0 fyrir skeið og 8,5 fyrir tölt. Píla hefur keppt einu sinni í 100m skeiöi og fór á tímanum 8,50 Píla er úrvalsgæðingur með frábært tölt og skeið .Brokkið er sterkt og taktfast og stökkið er gott. Píla er viljug og næm hryssa með mikla útgeislun. Píla er með staðfest fyl við ungum stóðhesti að nafni Snjall frá Austurkoti bygg 8,29.Snjall er efnilegur alhliða hestur undan gæðingshryssunni Snæsól frá Austurkoti (8,29)og Ölni frá Akranesi (8,82)