Við eigum gott úrval af góðum hrossum til sölu.
Heiða er 12 vetra gömul, 137cm á herðar, há og glæsileg skeiðmeri sem þegar hefur náð árangri í skeiðkeppnum, þar á meðal í 100m með ungan knapa, 15 ára, með tímann 7.90.
Þessi fallega hryssa hefur vel aðskildar gangtegundir sem auðvelt er að kalla fram á öllum hraða við mismunandi aðstæður. Heiðu er auðvelt að leggja, hún er þægilega næm og viljug en algerlega í hendi. Heiða hefur náð eftirfarandi árangri, PP1: 6.88 - 150m: 15.77 - 250m: 24.44 og 100m: 7. 90 með 15 ára knapa. Heiða er mjög gott reiðhross .Rúm á tölti og brokki og auðvelt að leggja hana á skeið. Hún er viljug og næm en jákvæð og þjál.