Við óskum nýjum eigendum til hamingju með hrossin.
Bríet er stórefnileg fimmgangshryssa undan topp fyrstu verðlauna hryssunni Díönu frá Heiði og stórgæðingnum Spuna frá Vesturkoti. Bríet er með frábærar vel aðskildar gangtegundir og skeiðið er alveg sérstaklega efnlegt og býr hún yfir óvenjulegu jafnvægi á skeiði. Bríet er algjörlega spennulaus og þæg en viljug og vinnusöm þegar hún er beðin um það . Verð er 18.000€
Stór og myndarlegur og tilbúinn í keppni.
Dalur hefur náð góðum árangri í keppni T2 eða 6.80 í einkun hann er mjög þægilegur hestur, auðveldur og skemmtilegur
Dalur er vel taminn og þægur.Getur hentað líka í fjórgangskeppni.
Liturinn er frekar sjaldgæfur á Dal en hann er hvítingi/albinói.
Framtíðar keppnishestur
Djarfur er efnilegur fjórgangskeppnishestur með góðar grunngangtegundir ásamt góðu tölti.
Fróði er stór (150 cm) og fallegur, alþægur reiðhestur. Óska eftir nánari upplýsingum um Fróða.
Heiða er 12 vetra gömul, 137cm á herðar, há og glæsileg skeiðmeri sem þegar hefur náð árangri í skeiðkeppnum, þar á meðal í 100m með ungan knapa, 15 ára, með tímann 7.90.
Þessi fallega hryssa hefur vel aðskildar gangtegundir sem auðvelt er að kalla fram á öllum hraða við mismunandi aðstæður. Heiðu er auðvelt að leggja, hún er þægilega næm og viljug en algerlega í hendi. Heiða hefur náð eftirfarandi árangri, PP1: 6.88 - 150m: 15.77 - 250m: 24.44 og 100m: 7. 90 með 15 ára knapa. Heiða er mjög gott reiðhross .Rúm á tölti og brokki og auðvelt að leggja hana á skeið. Hún er viljug og næm en jákvæð og þjál.
Hrafna er stór(145 cm) og falleg fjórgangshryssa sem á mikla framtíð á keppnisvellinum. Hrafna er undan Gaumi frá Auðsholtshjáleigu sem hefur gefið frábæra keppnishesta.Móðirin er 1. verðlauna hryssan Hylling frá Minni-Borg sem hefur líka gefið mörg góð keppnishross eins og t.d. Hyl frá Austurkoti sem er margfaldur Danskur meistari í fjórgangi og úrslitahestur á heimsmeistaramóti.
Hreimur frá Austurkoti er 6 vetra gamall fjórgangshestur sem auðvelt er að vinna með.
Gangtegundirnar eru hreinar og Hreimur gæti hentað í fjórgangskeppni eða sem góður reiðhestur.
Hreimur er með góðan vinnuvilja og er frekar yfirvegaður í geðslagi.
Gott tækifæri fyrir knapa sem vill jákvæðan hest sem er skemmtilegur að vinna með og á enn eftir að bæta mikið við sig.
Ólöf er stór, 146 cm, og glæsileg hryssa með fallega frambyggingu. Hún fór í sína fyrstu T1 keppni í sumar þar sem hún fékk í einkunn 6,67 og á eftir að verða gríðarlega gott keppnishross í T1 og V1. Ólöf er vel tamin og þjálfuð og hentar knapa sem vill ná langt í keppni. Ólöf er með kynbótadóm upp á 7.97 frá því að hún var 5 vetra. Álfur frá Selfossi er faðir Ólafar og móðir er Ópera frá Minn-Borg.
Óvenjulegt tækifæri !
Ópera frá Austurkoti er til sölu.
Tækifæri til að eignast mjög keppnisreynda hryssu.
Ópera hefur náð frábærum árangri í keppni og má þar nefna unglingaflokk yfir 7 mörgum sinnum í T2 og verið í efstu sætum á öllum mótum sem hún hefur tekið þátt í þeirri grein.
Ópera hefur einnig skorað hátt í meistaraflokki 7,50 í T2. og verið þar í fremstu röð.
Ópera hefur farið yfir 8.60 í gæðingakeppni
Hún hefur einnig skorað 6,50 í V1 og 6.60 í T3
Ópera hefur hlotið 7,99 í kynbótadómi samkvæmt gamla kerfinu 4gangshryssa sem myndi gera í dag 8,0 í aðaleink og 8,39 f hæfileika án skeiðs og 8,33 í aðaleinkun án skeiðs.
Einstakt tækifæri til að eignast gríðarlega skemmtilega, góða og keppnisreynda hryssu sem gaman er að vinna með og skilar sér svo sannarlega inn á keppnisvöllinn.
Spennandi fimmgangshestur, þægur og meðfærilegur hestur sem gaman er að þjálfa og byggja upp.
Taktur er mjög efnilegur fimmgangshestur.
Hann er stór 145cm og býr yfir frábærum gangtegundum og er þar best fetið sem er algjört úrval.Töltið er mjög gott og skeiðið gott.Taktur er hestur sem er vel þjálfaður og tilbúinn að vaxa sem fimmgangskeppnishestur.
Hann verður líka mjög góður gæðingaskeiðshestur því hann er auðveldur inn í skeið af stökki hvort sem er á hringvelli eða á beinni braut.
Taktur er athyglisverður fimmgangshestur sem getur gert frábæra hluti í keppni.